Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Eftirfarandi eru fimm mest lesnu innlendu fréttir ársins 2022.

1. Herra Hnetusmjör þiggur 600.000 króna styrk

Rannís úthlutaði félaginu Kópbois ehf., rekstrarfélagi Árna Páls Árnasonar eða Herra Hnetusmjörs, 600.000 króna styrk úr Hljóðritasjóði til hljóðritunar á sjöttu breiðskífu hans. Umsókn rapparans um opinbera styrki kom eflaust nokkrum aðdáendum hans á óvart.

2. Salka Sól hagnast um 7 milljónir

Tekjur de la Sól, félags Sölku Sólar Eyfeld, námu 16,3 milljónum í fyrra og hafa aldrei verið meiri. Félagið hagnaðist um 7 milljónir króna eftir skatta árið 2021.

3. Heiðar segir hugmyndir Kristrúnar galnar

Heiðar Guðjónsson ræddi um hugmyndafræði Kristrúnar Frostadóttur og keynesista í hlaðvarpinu Einni pælingu í sumar.

4. Auðkona keypti dýrasta einbýli landsins

Caroline Leonie Kellen, þýskur ríkisborgari fædd árið 1979, keypti Fjölnisveg 9 á 690 milljónir króna sem gerði húsið að dýrasta einbýlishúsi sem selst hefur á Íslandi.

5. Birgir og Bogi í hár saman

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í viðtali við Túrista að uppgjör Play fyrir þriðja fjórðung hefði hafi komið stjórnendum Icelandair á óvart, ekki síst í ljósi yfirlýsinga flugfélagsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, svaraði Boga fullum hálsi í samtali við sama miðil.