Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Hér er listi yfir þær fréttir sem prýða 6.-10. sætið yfir mest lesnu innlendu fréttir ársins 2021.

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Bragi Ægisson, einnig þekktur sem Ouse, festi kaup á húsi í Reykjavík eftir að hafa undirritað samning við útgáfufyrirtækið Twelve Tones. Ásgeir Bragi er með yfir milljón mánaðarlegra hlustenda á tónlistarveitunni Spotify.

Bæði Húsasmiðjan og Rúmfatalagerinn ákváðu að framlengja ekki leigusamninga sína við fasteignafélagið Eik vegna eigna á Akureyri. Húsasmiðjan gerði slíkt hið sama hvað varðar eign Eikar á Selfossi.

Myndefni Björns Steinbekk sem hann tók upp af af gosstöðvunum í Geldingadal með dróna hefur náð mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og fjölmiðlar víða um heim notað myndefni hans. Björn fór í þónokkur viðtöl til að ræða um eldgosið og var m.a. í beinni útsendingu í fréttum í Bretlandi.

Stuttu eftir að miðstjórn ASÍ hvatti landsmenn til að sniðganga Play vegna kjarasamnings við Íslenska flugstéttarfélagið (ÍFF) mættu þau Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Drífa Snædal, forseti ASÍí beina útsendingu á Sprengisandi. Umræðan var á köflum mjög heit og mikið um framíköll svo að Kristján Kristjánsson mátti hafa sig allan við að hafa hemil á umræðunni.

Davíð Oddsson og Halla Tómasdóttir eru gerð að táknmyndum fyrir þá sem ofmeta og vanmeta eigin getu í bók sálfræðiprófessorsins Adam Grant, Think Again. Bókin, fór í efsta sæti New York Times metsölulistans í flokki skáldleysa (e. Non-fiction) þegar hún kom út í febrúar. Í bókinni er einn kafli tileinkaður forsetakosningunum árið 2016 sem ber nafnið „The Armchair Quarterback and the Impostor“ og er þar vísað til Davíðs og Höllu.