Nú þegar árið er á enda er ekki úr vegi að rifja upp mest lesnu fréttirnar á vef Viðskiptablaðsins, vb.is, á árinu. Hér má finna stutta upprifjun um tíundu til sjöttu mest lesnu innlendu fréttirnar.

10) Skipulagsbreytingar hjá Icelandair

Icelandair gerði breytingar á sölu- og markaðssviði sínu til að einfalda skipulagið.

9) Birgitta vissi af undirskriftinni

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, viðurkenndi að hafa vitað af undirskrift föður forsætisráðherra á  meðmælabréfum um uppreist æru Hjalta Sigurjóns Haukssonar ,,fyrir löngu".

8) Gjaldeyrishöftin afnumin í dag

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðuðu til blaðamannafundar þar sem upplýst var um afnám fjármagnshafta.

7) Tvö rótgróin fyrirtæki sameinast

Rafland nefnist ný raftækjaverslun sem opnar í Síðumúla á morgun en verslunin verður til við sameiningu tveggja fyrirtækja.

6) Úr bankanum í kartöfluflögurnar

Viðar Reynisson ákvað að segja bankastarfi sínu lausu og einbeita sér þess í stað að framleiðslu á hinni alíslensku kartöfluflögu.