Árið sem er að líða var viðburðaríkt, og umfjöllunarefni Viðskiptablaðsins bæði mörg og misjöfn. Hér er listi yfir þær fréttir sem prýða 6.-10. sætið yfir mest lesnu innlendu fréttir ársins.

6. Baldvin við Má: „Drullaðu þér í burtu“
Upp úr sauð milli Baldvins Más Þorsteinssonar, sonar Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra Samherja, og Más Guðmundssonar þáverandi seðlabankastjóra, eftir fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem sá síðarnefndi sat fyrir svörum.

7. Wi zz air fjölgar ferðum til Íslands
Ungverska flugfélagið Wizz air braut blað í íslenskri flugsögu þegar það varð fyrsta erlenda félagið til að ná áætluanrflugi til og frá Íslandi frá tíu áfangastöðum. Félagið – sem hafði átt í yfirtökuviðræðum við Wow air – tilkynnti sama dag að upp úr þeim hefði slitnað.

8. Lögr egla fór inn í vél Wow í nótt
Fregnir bárust af því að leigusalar flugvéla Wow air hafi kyrrsett vél félagsins í Baltimore með hjálp lögreglu. Vélin var í eigu Air Lease Corporation, sem leigði félaginu meirihluta véla sinna.

9. „Hroll vekjandi“ uppgjör Icelandair
Ársreikningur Icelandair fyrir árið 2018 var sagður hrollvekjandi lestur í verðmati Capacent á flugfélaginu í kjölfar birtingu uppgjörsins. Verðmatið var þriðjungi lægra en síðasta verðmat, en þó hátt í 50% yfir þáverandi markaðsvirði.

10. Herg agnasali kaupir eignir Wow air
Sagt var frá því að samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins væri Michele Ballarin og félagið Oasis Aviation Group kaupandi eigna þrotabús Wow air. Heimildirnar hermdu ennfremur að Ballarin hafi haft áhuga á flugfélaginu frá því fyrir fall þess.