Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu innlendu fréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2016. Hér eru þær fimm sem mest voru lesnar á vef blaðsins:

1) Braskarar í fjármagnshöftum

Hópur fólks sem gengur undir nafninu GEM Iceland, reyndi að lokka einstaklinga til sín í gjaldeyrisbrask. Allt bendir til þess að um pýramídasvindl sé að ræða.

2) Ál mikilvægara en nokkru sinni fyrr

Íslensk álver keyptu vörur og þjónustu fyrir um 30 milljarða króna í fyrra að að sögn Magnúsar Þórs Ásmundssonar stjórnarformanns Samáls.

3) Alfarið hafnað af ÁTVR

Eigandi Kickup á Íslandi vildi fá að flytja inn sænskt munntóbak sem inniheldur 90% minna af eiturefnum en hefðbundið tóbak.

4) H&M opnar í Kringlunni

Seinnihluta ársins 2017 mun H&M opna í Kringlunni, til viðbótar við opnun verslana fyrirtækisins í Smáralind og Hafnartorgi.

5) Innherjaviðskipti formanns Viðreisnar

Óttar Guðjónsson rifjaði upp sölu Benedikts Jóhannessonar á hlutabréfum Nýherja 10 dögum fyrir hlutafjáraukningu félagsins.