Viðskiptablaðið skrifaði fjöldan allan af fréttum um fjármálahlið íþróttaheimsins á árinu 2017. Hér að neðan eru þær fréttir sem voru í 5. - 1. sæti yfir mest lesnu fréttir ársins á vb.is í þessum flokki.

5. Lars Lagerbäck leiðir norska landsliðið
Fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins hefur samþykkt að leiða norska landsliðið.

4. Orkuboltarnir frá Leipzig
Öskubuskuævintýri þýska knattspyrnufélagsins RB Leipzig hefur verið með ólíkindum.

3. Tæki 200 ár að vinna sér inn laun Gylfa
Gylfi Þór Sigurðsson er með um 200 sinnum hærri laun en Íslendingur með 500 þúsund krónur í laun fyrir skatt.

2. Ólafía semur við Bláa lónið
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir gerir tveggja ára samstarfssamning við Bláa lónið sem styður hana til golfiðkunar.

1. Peningabardaginn mikli
Ótrúlegar fjárhæðir eru í spilunum í einum stærsta bardaga síðari ára. Talið er að Floyd Mayweather geti þénað allt að 400 milljónir dollara en Conor McGregor fær ekki alveg jafnmikið í sinn hlut. Hugsanlega „aðeins“ 127 milljónir.