*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 24. desember 2018 18:10

Mest lesnu Neðanmáls 2018: 1-5

Vinsælustu Neðanmáls teikningar Halldórs Baldurssonar í ár fjölluðu um samgöngur, flugfélög, Bitcoin, Pírata og Trump.

Ritstjórn

Vikulegar teikningar Halldórs Baldurssonar í Viðskiptablaðinu eru skemmtilegar og fyndnar og mikið lesnar á vef blaðsins. Í tilefni ársloka rifjum við nú upp þær sem hafa verið mest lesnar á árinu 2018.

Hér eru þær teikningar sem voru í sætum 1-5 yfir þær mest lesnu:

Þrátt fyrir alla þróun í gervigreind sér Halldór fyrir sér að gatnamót Lönguhlíðar og Miklubrautar verði enn flöskuháls í samgöngum borgarinnar um miðja öldina.

Undir lok sumars var margt hjá flugfélögunum tveimur, Wow air og Icelandair sem leiddi til þess að ýmsir ryfjuðu upp ástandið hjá bönkunum árið 2007.

Í upphafi árs sigldi Bitcoin rafmynntin enn í loftköstum og var verð hennar það ævintýralegt að ýmsir hugðust græða á því að kaupa eða grafa eftir henni. Aðrir skildu lítið um hvað málið snerist meðan aðrir notuðu tækifærið til að gagnrýna íslensku krónuna.

Heimsókn fulltrúa Danmerkur á alþingishátíð þingsins á Þingvöllum í sumar vakti ekki kátínu Pírata, sem sögðu sumir hverjir útlendinginn hina verstu manneskju vegna stefnu flokks hennar í einu umdeildasta máli Danmerkur, innflytjendamálum.

Auðvitað varð forseti Bandaríkjanna fyrir barðinu á háðsglósum Halldórs, enda ekki erfitt þegar tolla- og viðskiptamúrar virðast vera hans helsta lausn við aukinni samkeppni milli og lægristéttarfólks í landinu við ódýrari keppinautum í öðrum löndum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is