Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sér lífið og tilveruna oft í skondnara ljósi en við hin. Í tilefni ársloka rifjum við nú upp þær teikningar hans sem hafa verið mest lesnar á árinu 2020.

Vikulegar teikningar hans í Viðskiptablaðinu þar sem hann skopstælir atburði líðandi stundar vekja iðulega kátínu og iðulega verið vinsælar á vef blaðsins.

Hér að neðan eru fimm myndir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða:

Samningaviðræður Icelandair við flugmenn og aðra flugliða og starfsmenn félagsins voru til þess ætlaðar að bjarga félaginu sem virtist ekki hafa verið öllum ljóst.

Fyrirtækin virðast hafa ákveðið að taka yfir heimilin því það gengur svo vel að láta starfsfólkið vinna að heiman.

Það mætti halda að erlendir fjárfestar í nýsköpun og tæknigeira þori ekki að slást að góðum og gömlum íslenskum sjómannasið.

Íslandsstofa virðist vera að taka völdin af þrenningu sóttvarnaryfirvalda þegar endurkomu ferðamanna var fagnað.

Til þess að koma titlarunu ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og þingkonu Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir á instagram væri hún til í að segja smá af sér.