*

mánudagur, 25. janúar 2021
Neðanmáls 24. desember 2020 10:02

Mest lesnu Neðanmáls árið 2020: 6-10

Meðal vinsælustu Neðanmáls teikninga Halldórs Baldurssonar í ár var skotið á sóttvarnarlækni, krónuna og fjárfesta.

Ritstjórn

Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sér lífið og tilveruna oft í skondnara ljósi en við hin. Í tilefni ársloka rifjum við nú upp þær teikningar hans sem hafa verið mest lesnar á árinu 2020.

Vikulegar teikningar hans í Viðskiptablaðinu þar sem hann skopstælir atburði líðandi stundar vekja alla jafna kátínu og iðulega verið vinsælar á vef blaðsins.

Hér að neðan eru fimm myndir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða:

Misskilningur ríkti meðal landsmanna um hvað Þórólfur sóttvarnarlæknir átti við þegar hann talaði um túrisma með takmörkunum.

Allt peningamagnið í umferðinni olli óvæntri traffik umsvifa á fasteignamarkaði, launahækkanna, aukinna innlána, barnabótaauka og fleira í skítaárferði.

8. Rambað á barminum

Hópsálirnar á heimsmarkaðnum fóru sér næstum að voða í enn eitt skiptið en ætla samt ekkert að læra af því eftir sem áður.

9. Skýrslufargan

Nauðsyn skýrslugerðar um haggreinda árangursstjórnun og skilvirkt upplýsingaflæði er meðal forsendra viðvarandi hagvaxtar.

10. Veiran rekin á hol

Með lækkun stýrivaxta virtist sem Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri ætlaði að kenna veirunni sem veldur covid 19 lexíu í anda Ahap skipstjóra.