Skopmyndateiknarinn Halldór Baldursson sér lífið og tilveruna oft í skondnara ljósi en við hin. Í tilefni ársloka rifjum við nú upp þær teikningar hans sem hafa verið mest lesnar á árinu 2021.

Vikulegar teikningar hans í Viðskiptablaðinu þar sem hann skopstælir atburði líðandi stundar vekja iðulega kátínu og iðulega verið vinsælar á vef blaðsins.

Hér að neðan eru fimm myndir sem voru í hópi þeirra vinsælustu á árinu sem er að líða:

Sjálfstætt starfandi svæfingalæknir var efstur á lista yfir þá lækna sem Sjúkratryggingar Íslands greiddi mest fyrir hvern vinnudag en hann fékk um 703.938 krónur að meðaltali á dag.

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingar, lýsti því að áskriftarréttindi að hlutabréfum Kviku, sem hún greiddi fyrir um 3 milljónir árið 2018, hafi verið mikil áhættufjárfesting. Að sögn Kristrúnar nam ávinningur viðskiptanna yfir 70 milljónum eftir skatta. „Þetta var lottóvinningur.“

Eftir nokkuð veirufría mánuði tók smitum að fjölga seinni part sumars. Sóttvarnarreglur voru hertar og Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir beindi sjónum sínum m.a. að drykkjuglöðum landsmönnum.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar var sú fyrsta til að sitja heilt kjörtímabil frá árinu 2013. Óvissa var þó uppi hvort samstarf Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar myndi lifa kosningarnar af.

Ýmsir aðilar vonuðust eftir að mynduð yrði ríkisstjórn fimm jafnaðarmannaflokka eftir kosningar en svo virðist sem fáir hafi trú á slíku samstarfi, jafnvel leiðtogar flokkanna sjálfra.

Sjá einnig: Mestu lesnu Neðanmáls árið 2021: 6-10