Óhætt er að segja að árið 2016 hafi verið viðburðaríkt og komu hrafnarnir Huginn og Muninn  víða við. Hér er listi yfir þá fimm pistla hrafnanna sem voru mest lesnir á árinu sem er að líða.

5) Prótókolbrot forsetafrúarinnar

Það var ekki í takt við hefðirnar þegar forsetafrúin klæddist kanadískri flík í Danmerkurheimsókninni.

4) Eignaupptaka Loga beinist að öldruðum

Formaður Samfylkingarinnar vill gefa öldruðum tækifæri til að vinna meira til að eiga fyrir auðlegðarskattinum enda leggst hann harðast á þá.

3) Sumarhúsið kannski ekki svo dýrt

Gengi bréfa Icelandair Group lækkaði um tugi prósenta í gær og erfitt er að komast að annarri niðurstöðu en að Katrín Olga hafi tekið rétta ákvörðun í september.

2) Kaldhæðni örlaganna

Það má því segja að Þorgerður Katrín hafi látið koma krók á móti bragði útgerðarmanna.

1) Íslandsmet í ómerkilegheitum

Smári McCarthy dregur pólitíska umræðu niður á áður óþekkt plan.

Huginn og Muninn er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.