Í hverri viku skrifar Týr pistil í Viðskiptablaðið um það sem honum þykir efst á baugi hverju sinni. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla ársins 2017. Hér eru þeir pistlar sem voru í 6.-10. sæti yfir þá mest lesnu á árinu.

10) Hrós á Skúla Eggert

Það má virða það og hrósa þegar forsvarsmenn ríkisstofnana sýna almenningi þá virðingu að viðurkenna að þeir eru að vinna fyrir fólkið í landinu en ekki stofnunina sjálfa.

9) Skammist ykkar!

Það er algjör misskilningur að halda því fram að fátækt fólk hafi eignast málsvara. Hvorki Gunnar Smári né Mikael Torfason hafa nokkurn tímann áður talað máli hins fátæka manns.

8) Fréttin lak út

Hélt stjórn SI að hún gæti tekið sér nokkra klukkutíma til að semja fréttatilkynninguna eftir að hafa sagt framkvæmdastjóra samtakanna upp störfum, að því er virðist með litlum fyrirvara?

7) Hinn frjálsi Gunnar Smári

Týr óskar Gunnari Smára alls hins besta, bæði við útgáfu Fréttatímans og starfsemi Sósíalistaflokks Íslands.

6) Dauðakippir Samfylkingarinnar

Hver ætlar að sinna krötunum þegar Samfylkingin er við það að leggja upp laupana?

Týr er skoðanadálkur sem birtist í Viðskiptablaðinu.