Í hverri viku skrifar Týr pistil í Viðskiptablaðið um það sem honum þykir efst á baugi hverju sinni. Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu pistla ársins 2018. Hér eru þeir pistlar sem voru í 1.-5. sæti yfir þá mest lesnu á árinu.

1. Uppgjör Þorgerðar
Í vinsælasta Týs pistili ársins fjallaði Týr um fjármál og pólitísk heilindi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur.

2. Katrín Olga, Heiðrún og traustið
Í þessum pistli fjallaði Týr um stjórnarkjör Icelandair, sem fór fram í byrjun mars.

3. „Í boði skattgreiðenda“
Týr fer ofan í saumana á ummælum ráðherra ferðamála, um að þeir tæpu þrír milljarðar króna sem áætlað var að verja í framkvæmdir við ferðamannastaði væru í „boði skattgreiðenda."

4. Lögbrot á fyrsta fundi
Týr velti fyrir sér kynlausum klósettum hjá Reykjavíkurborg og löghlýðni Pírata.

5. Dómaraskandall
Í pistlinum fjallar Týr um dómaraskipan á Íslandi.