Nú þegar árinu fer að ljúka er gott að líta yfir farinn veg og skoða mest lesnu veiðifréttir Viðskiptablaðsins á árinu 2016. Hér eru þær fréttir sem voru 6. til 10. mest lesnar á vef blaðsins:

6. 105 sentímetra risi á Spegilflúð

Veiðimaðurinn Daniel Waring landaði 105 sentímetra laxi í Laxá í Aðaldal þann 10. júlí. Sama mánaðardag í sömu laxveiðiá árið 1942 veiddi Jakob Hafstein stærsta lax sem veiðst hefur á stöng á Íslandi.

7. Árni áfram formaður

Í mars var ljóst að Árni Friðleifsson yrði áfram formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur en hann tók við formennsku af Bjarna Júlíussyni árið 2014.

8. Óperusöngvarar opna Norðurá

Laxveiðitímabilið hófst á laugardeginum 4. júní þegar stórsöngvararnir Kristinn Sigmundsson og Kristján Jóhannsson opnuðu Norðurá.

9. 100 milljóna króna meiri sala

Veiðileyfasala hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur gekk vel í mars en þá hafði félagið selt fyrir 100 milljónum meira en á sama tíma 2015.

10. Bó velur lög fyrir veiðitúrinn

Björgvin Halldórsson tónlistarmaður setta saman tíu laga lista fyrir veiðiferðina.