Lögreglan er sú stofnun í samfélaginu sem nýtur mikils trausts samkvæmt könnun sem var gerð dagana 10. Rétt liðlega 77% aðspurðra sögðust treysta lögreglunni.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 77,1% bera mikið traust til Lögreglunnar, 61,3% til Háskóla Íslands, 52,3% til Ríkisútvarpsins og 48,6% til Háskólans í Reykjavík. Til samanburðar sögðust 9,2% bera mikið traust til bankakerfisins, 10,2% til fjármálaeftirlitsins, 12,7% til fjölmiðla og 12,9% til Lífeyrissjóðanna.

Könnunin var gerð 10.-15. Október. Spurt var: Hversu mikið eða lítið traust berð þú til eftirfarandi aðila. Svarmöguleikar voru: Mjög lítið traust, frekar lítið traust, hvorki mikið né lítið traust, frekar mikið traust, mjög mikið traust og veit ekki/vil ekki svara. Niðurstöður sýna fjölda þeirra sem svöruðu annað hvort mjög/frekar mikið eða lítið traust. Samtals tóku 97,3% afstöðu til spurningarinnar.