MMR hefur sent frá sér nýja könnun þar sem athuguð var afstaða fólks til þess hvaða stjórnmálaflokka það teldi best til þess fallna að leiða fimm málaflokka tengda grunnstoðum samfélagsins og stjórnvöld þurfa eða gætu þurft að takast á við á næstu mánuðum.

Málaflokkarnir sem um ræðir eru lög og regla almennt, heilbrigðismál, mennta- og skólamál, nýting náttúruauðlinda og umhverfismál.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar var Sjálfstæðisflokknum treyst betur en öðrum stjórnmálaflokkum í fjórum af fimm málaflokkum. Voru umhverfismálin þar ein undanskilin, en þar voru Vinstri grænir taldir best til þess fallnir að leiða málaflokkinn.

Sjá má niðurstöður könnunarinnar hér að neðan, en þar koma fyrir frá vinstri: Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Björt framtíð, Samfylkingin, Píratar og Vinstri grænir.