Alls voru 27.438 einstaklingar í alvarlegum vanskilum í byrjun þessa mánaðar samkvæmt tölum Creditinfo sem Morgunblaðið fjallar um í dag. Þetta er um 9% allra Íslendingar sem er eldri en 18 ára.

Þetta eru svipaður tölur og um áramótin en þá hafði fækkað nokkuð í hópnum frá miðju ári 2013 þegar rúmlega 28 þúsund manns voru á vanskilaskrá.

Hlutfallslega á landinu eru vanskil mest á Suðurnesjum þar sem 17% íbúa eru á vanskilaskrá. Karlar eru einnig frekar í vanskilum en konur, alls 17.500 karlar á móti 9.800 konum. Flestir sem eru í vanskilum eru á aldrinum 30 til 59 ára.