Heildarviðskipti með hlutabréf í október námu tæpum 56,4 milljörðum eða 2,7 milljörðum á dag. Þetta er 3% hækkun á milli ára. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Nasdaq.

Heildarviðskipti með hlutabréf Icelandair voru 13,6 milljarðar í október. Þetta kemur fram í viðskiptayfirliti Nasdaq. Næstmest viðskipti voru með bréf Haga en þau námu 7,12 milljörðum í október. Viðskipti með bréf í Marel námu 6,3 milljörðum, N1 5,3 milljörðum og Símans 4,8 milljörðum.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 4,3% milli mánaða og stendur nú í 1.717 stigum. Í lok október voru 20 félög skráð á Aðalmarkaði og Nasdaq First North á Íslandi. Nemur heildarmarkaðsvirði skráðra félaga 979 milljörðum króna samanborið við 962 milljarða í september.

Á Aðalmarkaði Kauphallarninnar var Arion banki með stæstu hlutdeildina 23,9%, Íslandsbanki með 20% og Landsbankinn með 19,3%.