Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 1,01% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta á markaði nam 8,26 milljarða. Nú stendur úrvalsvísitalan í 1.692,09 stigum.

Gengi bréfa í Marel hækkaði um 2,36% í 406 milljón króna viðskiptum. Mest velta var með hlutabréf í Marel. Einnig hækkaði gengi bréfa í Nýherja ríflega eða um 4,34% 52 milljón króna viðskiptum. Einnig hækkaði gengi bréfa í Össur um 4,71% í 22,97 milljón króna viðskiptum. Gengi bréfa í TM hækkaði einnig um 2,99% í 89 milljón króna viðskiptum.

Mest lækkun var á gengi bréfa Eikar fasteignafélags, en gengi bréfa í Eik lækkaði um 0,96% í 15,8 milljón króna viðskiptum. Einnig lækkaði gengi bréfa í öðru fasteigafélagi, Regin sem lækkaði um 0,99% í 78,2 milljón króna viðskiptum.

Vísitölur GAMMA

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 6,4 milljarða viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,3% í 0,1 milljarða viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,1% í 6,2 milljarða viðskiptum.

Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 0,4% í dag í 7,7 milljarða viðskiptum. Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,9% í dag í 1,2 milljarða viðskiptum. Vísitala fyrirtækjaskuldabréfa hækkaði lítillega í dag í 0,1 ma. viðskiptum.