*

miðvikudagur, 12. ágúst 2020
Innlent 2. júní 2020 16:40

Mest velta með bréf Marels

OMXI10 vísitalan hækkaði um 1,74% í dag, í 1,4 milljarða heildarviðskiptum, en fjöldi viðskipta var einungis 172.

Ritstjórn

Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq á Íslandi hækkaði um 1,74% í dag og endaði því í 2056,75 stigum. Heildarviðskipti dagsins námu um 1,4 milljörðum króna.

Icelandair leiddi hækkun markaðarins í dag en bréf félagsins hækkuðu um 3,64% í einungis 10 milljón króna viðskiptum. Bréfin standa í 2,28 krónum. Næst mest hækkun var á bréfum Marels eða um 3,03% en þau standa nú í 714 krónum á hlut. Mest velta var einnig með bréf félagsins sem nam 496 milljónum.

Næst á eftir kom Arion banki en bréf félagsins hækkuðu um 0,99% í 250 milljón króna viðskiptum sem var þriðja mesta velta dagsins. Næst mest velta var með bréf Símans fyrir 349 milljónir króna.

Mest lækkuðu bréf Eimskips eða um 4,41% og standa bréf félagsins nú í 130 krónum hvert, heildarviðskipti námu einungis 451 þúsund krónum.

Stikkorð: Arion banki Marel Icelandair Kauphöllin