Úrvalsvísitala Kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,69% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1599,09 stigum eftir rúmlega 1,3 milljarða viðskipti.

Mest velta var í viðskiptum með bréf Símans sem hækkuðu um 1,63% í 555 milljóna króna viðskiptum. Fyrr í dag var greint frá því að Lífeyrissjóður Starfsmanna ríkisins hefði bætt við hlut sinn í fyrirtækinu fyrir um 270 milljónir króna.

Gengi bréfa Marel lækkaði um 1,55% í 142 milljóna viðskiptum og Sýnar um 1,05% í 108 milljóna viðskiptum.

Gengi bréfa VÍS hækkaði um 0,8% í 164 milljóna króna viðskiptum en félagið birti í gær uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung

Vísitölur GAMMA

Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,47% í 2,5 milljarða viðskiptum. Þar hækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,67% á meðan sá óverðtryggði lækkaði um 0,2%.