Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland lækkaði um 0,56% í viðskiptum dagsins og stendur hún nú í 1827,66 stigum eftir rúmlega milljarðs viðskipti.

Gengi bréfa Fjarskipta lækkaði um 1,65% í 62 milljóna viðskiptum og Haga um 1,52% í 211 milljóna viðskiptum. Samkeppniseftirlitið greindi frá því eftir lokun markaða í gær að það hefði hafnað samruna Haga hf. og Lyfju hf.

Gengi bréfa Icelandair Group hækkaði um 1,26% í 66 milljóna króna viðskiptum og Sjóvá um 0,9% í 455 milljóna viðskiptum.

Mest velta var í viðskiptum með bréf TM sem lækkuðu um 0,9% í 218 milljóna króna viðskiptum. Fyrr í dag birti fyrirtækið afkomuviðvörun þar sem greint var frá því að tjónakostnaður félagsins yrði hærri á öðrum ársfjórðungi en spáð hefði verið.

Vísitölur Gamma

Skuldabréfavísitala Gamma lækkaði um 0,1% í 1,2 milljarða viðskiptum. Þar lækkaði verðtryggði hluti vísitölunnar um 0,14% á meðan sá óverðtryggði stóð í stað.