Úrvalsvísitala OMXI10 hækkaði um 0,56% í viðskiptum dagsins. Heildarvelta nam einungis 853 milljónum í 87 viðskiptum.

Viðskipti með bréf Símans, Brim og Arion banka námu 669 milljónum samtals og því um 78% af heildarviðskiptum dagsins. Mest viðskipti voru með bréf Símans fyrir 246,9 milljónir en bréf félagsins hækkuðu sömuleiðis mest, um 1,69% og standa þau nú í 6 krónum hvert.

Næst mest velta var með bréf Brim sem hækkuðu um 0,38% í 243 milljón króna viðskiptum og þriðja mest velta með bréf Arion sem nam 179 milljónum.

Mest lækkuðu bréf Haga um 0,81% og standa nú í 49,1 krónu. Næst mest lækkun var á bréfum TM um 0,75% og standa þau í 33,25 krónum hvert.

Krónan veiktist mest gagnvart pundinu, um 0,89%, og fæst pundið nú á rúmar 175 íslenskar krónur. Bandaríkjadalur fæst á tæpar 140 krónur og evran á rúmar 157 krónur.