Hallinn á utanríkisviðskiptum Kína í febrúar nam um 31,5 milljarði dala og er þetta mesti halli sem mælst hefur í einum mánuði í tólf ár. Til samanburðar má nefna að afangurinn á utanríkisviðskiptum Kína nam liðlega 27 milljörðum dala í janúar. Sérfræðingar höfðu þó reiknað með halla í febrúar en gerðu ráð fyrir að hann yrði mikli minni en reyndin varð eða 8,5 miljarðar dala. Innflutningur Kínverja jókst um rúm 15% í febrúar en útflutningurinn dróst saman um fast að 40%.