Heildarvelta í Kauphöllinni nam 2,6 milljörðum króna. Velta með hlutabréf nam 1.309 milljónum króna og velta með skuldabréf 1.291 milljón.

Á hlutabréfamarkaði voru mest viðskipti með bréf í Reginn hf. eða ríflega 332 milljóna viðskipti. Bréf í fyrirtækinu hækkuðu um 1,73% í þessum viðskiptum. Næst mest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair Group en þau námu 287 milljónum. Gengi bréfa í félaginu breyttist ekkert. Viðskipti með bréf í Eimskipi námu 162 milljónum og hækkaði gengið 1,45%.

Úrvalsvísitalan hækkað um 0,18% og stóð í 1.384,21 stigi í lok dags.

Á skuldabréfamarkaði nam velta með óverðtryggð bréf 701 milljóna króna og 590 milljóna króna velta var með verðtryggð bréf. Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,2%. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,3% óverðtryggði hlutinn lækkaði lítillega.