*

föstudagur, 19. júlí 2019
Innlent 19. júní 2018 17:02

Mest viðskipti með bréf Icelandair

Mesta veltan var með bréf Icelandair, en skammt undan var Marel.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 0,56% í viðskiptum dagsins. 

Annan daginn í röð hækkaði verð á hlutabréfum í Icelandair mest eða um 3,27%. Næst mest hækkun var á bréfum Sýnar eða 1,32% hækkun.

Mest velta með bréf Icelandair en hún var 415 milljónir króna. Skammt undan var Marel, en heildarvelta bréfa fyrirtækisins voru 358 milljónir. Heildarveltan í kauphöllinni í dag nam rétt rúmum 1,7 milljörðum króna.

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq