Mjög lítil viðskipti voru með hlutabréf í kauphöll Nasdaq Iceland í dag. Viðskiptin námu 368 milljónum króna. Mest viðskipti voru með bréf N1, en 149 milljónir króna skiptu um hendur í viðskiptum með hlutabréf félagsins. N1 hækkaði um 0,96% í dag, mest allra félaga í Kauphöllinni. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,33% og heildarvísitala Kauphallarinnar um 0,17%.

Þrjú félög lækkuðu í verði í dag. Eik lækkaði um 0,4% og Hagar um 0,5%, en mest lækkaði HB Grandi, eða um 1,1% í dag. Samkvæmt greingaraðila sem Viðskiptablaðið ræddi við má ef til vill rekja lækkun verðs HB Granda að undanförnu til aukinnar óvissu á makrílmörkuðum og hugsanlegs viðskiptabanns Rússlands, þó hafa verði í huga að lítið flot eru með bréf félagsins, sérstaklega á rólegum degi eins og í dag. HB Grandi hefur lækkað um meira en 5% á síðustu viku.

Skuldabréfavísitala GAMMA lækkaði um 0,1% í dag í 8,6 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggði hluti vísitölunnar lækkaði um 0,2% í 126 milljón króna viðskiptum og óverðtryggði hluti vísitölunnar hækkaði um 0,2% í 8,5 milljarða króna viðskiptum.