Breska námunvinnslu fyrirtækið Centar Ltd. var stofnað árið 2011. Breski bankamaðurinn Ian Hannam , sem starfaði um árabil hjá JP Morgan , var helsta driffjöðrin. Hann sá fyrir sér að fyrirtækið gæti auðgast mikið með því að grafa eftir gulli og kopar í fjöllum Afganistan. Nokkrir fjárfestar bitu á agnið, meðal annars Jan Kulczyk , fyrrum ríkasti maður Póllands. Átti Kulczyk 25% hlut í félaginu þegar hann lést árið 2015.

Saga Centar er þyrnum stráð. Leyfi fyrir námuvinnslu fékkst ekki fyrr en eftir að  Donald Trump Bandaríkjaforseti hafði beitt áhrifum sínum, árið 2018. Financial Times greinir frá því að fyrirtækið rambi nú á barmi gjaldþrots en á þeim níu árum sem það hefur starfað hafa fjárfestar lagt samtals 30 milljónir dollara í verkefnið eða um 4,3 milljarða íslenskra króna. Fékk Hannam , fyrrum yfirmann í bresku sérsveitinni ( SAS ) til að liðs við sig og gegndi hann forstjórastöðu hjá Centar um tíma.

Afganistan er stríðshrjáð land og því varla hægt að fara í meiri áhættufjárfestingu en að grafa eftir góðmálmum í fjalllendi, þar sem Talíbanar hafa gert sig gildandi. Staðan er raunar sú í dag að Talíbanar hafa lagt undir sig námusvæðið, sem Centar hafði til umræða í Badakhshan -héraði. Öll tæki og búnaður sem Centar hafði með mikilli fyrirhöfn flutt í héraðið er nú í höndum Talíbana.

Í lok síðasta árs afturkallaði afganska ríkisstjórnin vinnsluleyfi Centar enda er það nú yfirlýst stefna Ashraf Ghani forseti að þjóðnýta náttúruauðlindir landsins. Í skýrslu frá Pentagon er verðmæti góðmálma í Afganistan metið á meira en billjón dollara (e. $ 1tn or more ).