Aldrei hafa eins margir horft á íþróttaviðburð hér á landi eins og á leik Íslands og Argentínu samkvæmt bráðabirgðatölum frá Gallup, en leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á RÚV. Þetta kemur fram á vef RÚV .

Meðaláhorf yfir leiknum var 60%, en eldra metið var 58,8% áhorf á leik Íslands og Englands á EM fyrir tveimur árum síðan.

Áhorfið mældist mest kl. 14:54 á laugardaginn, en þá var síðasta mínúta uppbótartímans í gangi.

Hlutdeild RÚV á meðan á leik stóð var 99.6%. Það gefur til kynna að nánast allir sem voru á annað borð með kveikt á sjónvarpi á þessum tíma voru að horfa á leikinn.