Tim Cook, forstjóri Apple, hélt því fram í San Francisco í gær að nýjasta uppfærlsan á stýrikerfi fyrirtækisins, iOS7, sé sú umfangsmesta síðan iPhone síminn kom fyrst á markað fyrir sex árum síðan. Með henni sé ætlunin að sýna fram á að Apple hafi ekki tapað forystunni í snjallsímakapphlaupinu til samkeppnisaðilanna. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times.

Yfirhönnuður Apple, Jonathan Ive, segir í FT breytingarnar skilgreina nýja mikilvæga stefnu sem upphaflega snjallsímatæknin muni taka. Nýja iOS7 stýrikerfið er látlaust að sjá og viðbætur eiga að gera notendum auðveldara að deila efni með öðrum. Þá hefur verið kynnt internetútvarp Apple þar sem notendur geta hlustað frítt gegn því að fá auglýsingar í bland eða gerast áskrifendur og sleppa við auglýsingarnar.