Hlutabréf lækkuðu talsvert í Evrópu í dag og er þetta að sögn Reuters fréttastofunnar einn versti dagur á mörkuðum í Evrópu í nærri áratug.

FTSEurofirst 300 vísitalan lækkaði í dag um 7,4% og slær þetta fall hennar met frá 11. september árið 2001 þegar hún lækkaði um 6,3%.

Í Lundúnum lækkaði FTSE 100 vísitalan um 7,9%, í Amsterdam lækkaði AEX vísitalan um 9,1% og í Frankfurt lækkaði DAX vísitalan um 7,1%.

Í París hefur CAC 40 vísitalan lækkað um 9% og í Sviss hefur SMI vísitalan um 6,1%.

Í Kaupmannahöfn lækkaði OMXC vísitalan um 10%, í Stokkhólmi lækkaði OMXS vísitalan um 7,1% og í Osló lækkaði OBX vísitalan um 9,7%.