Höfuðborgarsvæðið tapaði flestum einstaklingum vegna brottflutninga umfram aðflutninga eða 2.546 manns samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Það tap helgast aðallega af miklum flutningum frá höfuðborgarsvæðinu til útlanda en til útlanda fluttu þaðan 3.212 umfram aðflutta.

Aftur á móti fékk höfuðborgarsvæðið 666 einstaklinga umfram brottflutta í innanlandsflutningum frá öðrum landsvæðum. Á öllum landsvæðum var fjöldi brottfluttra hærri en fjöldi aðfluttra. Minnstur var munurinn á Norðurlandi vestra (-29) og Vestfjörðum (-75). Fjöldi brottfluttra var svipaður fyrir hin landsvæðin fjögur: Suðurnes (-450), Vesturland (-424), Austurland (-459) og Suðurland (-473).