Mikil hækkun var á Wall Street í dag. Mest hækkaði Nasdaq, um 2,4%, Dow Jones hækkaði um 2,37% og S&P500 hækkaði um 2,3%. Er þetta mesta hækkun á Dow Jones og S&P vísitölunum allt þetta ár.

Hækkunin kemurí kjölfar ummæla Mario Draghi seðlabankastjóra Evrópska seðlabankans um að menn vanmeti vilja forystumanna evrulandanna til að leysa vanda skuldugustu landa Evrópu.

Seðlabankastjórinn í Atlanta, sem er einn af 12 seðlabönkum Bandaríkjanna, sagði í dag að líklega hefði seðlabankinn ekki gert nóg til að hjól efnahagslífsins snérust nægilega hratt.

Skildu margir markaðsaðilar orða seðlabankastjóranna svo, að enn von væri á aðgerðum um að dæla peningum skattgreiðenda inn í efnahagslífið.

Bank of America hækkaði mest allra fyrirtækja Dow Jones vísitölunni, um 7,6%. JP Morgan var í áttunda sæti, með 3,38%.

Facebook rétti loks úr kútnum og hækkaði um 3,64%