Hlutabréfaverð á alþjóðavísu hækkuðu mikið í dag og hefur dagshækkun ekki verið meiri í 16 mánuði. Alþjóðlega vísitalan MSCI hefur þannig hækkað um 3,7%.

Hækkanir í Evrópu voru enn meiri. FTSE vísitalan í Lundúnum hækkaði um 4,02% í viðskiptum í dag, DAX vísitalan í Frankfurt um 5,3% og CAC 40 vísitalan í París hækkaði um rúmlega 5,7%.

Hlutabréfamarkaðir hafa sveiflast mikið undanfarnar vikur og virðist slá í og úr ótta fjárfesta vegna skuldavandræða evruríkja. Nú er útlit fyrir frekari aðgerðir til að leysa vanda Grikklands, auk styrkingar á björgunarsjóði Evrópu, sem virðist gleðja aðila á markaði.