Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,2% milli júní og júlí sem er mesta hækkun sem hefur mælst síðan í maí 2017. Verð á fjölbýli hækkaði um 1,1% og verð á sérbýli um 1,4%. Frá þessu er greint í hagsjá Landsbankans.

Verð annarra vara en húsnæðis hækkaði um 0,2% milli mánaða í júlí og hækkaði raunverð íbúða því um 1%. Síðast þegar íbúðaverð hækkaði með viðlíkum hraða á milli mánaða að raunvirði lækkaði verð annarra afurða.

Þinglýstir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í júlí voru 722 talsins, sem er 121 fleiri en í júlí fyrir ári síðan. Líklega er um að ræða einhver tímatöf í gögnum þar sem fáum kaupsamningum var þinglýst í fyrra mánuði.

Upphæð hreinna nýrra íbúðalána sem bera verðtryggða vexti hefur þannig lækkað frá apríl til júní. Á sama tíma voru hrein ný óverðtryggð íbúðalán hátt í 30 milljarðar króna í júní og jukust um nær 90% milli fyrsta og annars ársfjórðungs þessa árs.

Stýrivextir Seðlabanka Íslands hafa lækkað um tvö prósentustig á þessu ári, úr þremur prósentum í eitt prósent.