Íslendingar tróna á toppi hamingju-vísitölunnar svokölluðu sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í nýrri skýrslu nýverið. Landsmenn eru jafnframt þrátt fyrir allt sem á hefur dunið hér síðustu misserin þeir jákvæðustu, samkvæmt því sem fram kemur í skýrslunni. Á móti eru landsmenn í ellefta sæti þjóða þegar kemur að ánægju með lífið og tilveruna. Þar tróna íbúar Kosta Ríka á toppnum.

Þetta er fyrsta skipti sem Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir útgáfu skýrslu af þessu tagi. Hún er unnin á vegum Earth Institute við Columbia-háskóla og hagfræðingurinn Jeffrey Sachs stýrir.

Á lista yfir þau tíu lönd þar sem hamingja er hvað mest eru á meðal Íslands, Nýja-Sjáland, Danmörk, Holland, Norður-Írland, Írland, Singapúr, Malasía, Noregur og Tansansía. Botninn verma svo Zimbabve, Moldavía og Búlgaría.

Mesta neikvæðnin er svo í Írak og í Palestínu.

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér .