Mesta hækkun hlutabréfa á Bandaríkjamarkaði í tvær vikur var í dag. Það sem helst veldur er styrking dollarans og að tækniiðnaðurinn skilaði meiri hagnaði en búist var við á fyrsta ársfjórðungi, sem leiddi til þess að fjárfestar tóku fjármagn úr hrávörum og keyptu í staðinn hlutabréf.

Við lokun markaða hafði Nasdaq vísitalan hækkað um 2,81%, Dow Jones um 1,48% og Standard & Poor´s hækkaði um 1,71%.

Olíuverð lækkaði þriðja daginn í röð, um 1,1% og kostar olíutunnan nú 112,21 Bandaríkjadal.