Hlutabréf hækkuðu duglega í verði í Asíu í dag, en MSCI Asia Pacific vísitalan hafði hækkað um 3,7% skömmu fyrir lokun markaða. Nikkei 225 vísitalan japanska hækkaði um 4,3%, sem er mesta hækkun á einum degi síðan í mars 2002. Hækkunin nú er rakin til nýrra talna frá Bandaríkjunum, um að smásala þar hafi aukist um 0,3% á milli mánaða, en áhyggjur hafa farið vaxandi eystra um að minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum leiði til minni útflutningstekna asískra fyrirtækja.