Hlutabréf í Asíu hafa hækka ör frá því að markaðir opnuðu eftir helgi og eru hlutabréf í mörgum fyrirtækjum nálægt fyrra hámarki sínu á mörkuðum í Hong Kong, Indlandi og Suður Kóreu.

Hækkunin er rakin til nýrrar afkomuskýrslu Nissan sem sýnir að hagnaður fyrirtækisins er meiri en væntingar og síhækkandi verðs á olíu en verðið á tunnu er komið yfir 93 bandaríkjadali í fyrst sinn í sögunni.

Hækkunin á Nissan er sú mesta í sjö ár. Bréf í Cnooc og Mitsubishi hafa einnig hækkað mikið. Fjármálastofnanir eins og UFJ Financial Group og Countrywide Financial Corp. hafa einnig aukist að verðgildi og leiða hækkanir í öðrum fjármálastofnunum.