Samkvæmt ráðgjafafyrirtækinu Eurasia Group, sem er meðal annars þekkt fyrir að vera frumkvöðull á greiningu á pólitískri áhættu fyrir fjárfesta, telur að alþjóðlegum fjármálamörkuðum stafi mesta hættan af vaxandi andstöðu við alþjóðavæðingu meðal bandarískra stjórnmálamanna á þessu ári.

Sérfræðingar Eurasia Group telja meiri hættu stafa af því að gripið verði í auknu mæli til verndarstefnu þar vestra, heldur en afleiðingum mögulegra hryðjuverkaárása eða hins eldfima ástands við botn Miðjarðarhafs.

Í nýrri greiningu Eurasia Group kemur fram að pólitísk áhætta fyrir fjármálamarkaði fari vaxandi á þessu ári. Bandaríski fræðimaðurinn Ian Bremmer, sem er forseti fyrirtækisins, segir að efnahagslegir- og pólitískir þættir í Bandaríkjunum geri það að verkum að töluverðar líkur eru á því að stemmning myndist fyrir aukinni verndarstefnu á vettvangi stjórnmála.

Sjá nánari umfjöllun um pólitíska áhættu á fjármálamörkuðum árið 2008 í Viðskiptablaðinu á morgun.