*

þriðjudagur, 18. júní 2019
Innlent 17. janúar 2019 08:38

Mesta lækkun frá árinu 2008

Hagvísir sem mælir aðdraganda framleiðslu lækkar 11. mánuðinn í röð en allir sex undirliðirnir lækkuðu desember.

Ritstjórn
Yngvi Harðarson er forstjóri Analytica sem gefur út hagvísinn.
Haraldur Guðjónsson

Leiðandi hagvísir Analytica, sem mælir aðdraganda framleiðslu og leitast því við að gefa vísbendingu um efnahagsumsvif eftir sex mánuði, lækkaði í desember.

Var það 11. mánuðurinn í röð sem hagvísirinn lækkaði, og var lækkun síðasta árs sú mesta síðan árið 2008, sem Yngvi Harðarsson framkvæmdastjóri Analytica segir bera vott um óvissu um efnahagshorfurnar framundan.

Allir sex undirliðir vísitölunnar lækka frá í nóvember en mesta framlag til lækkunar hafa debetkortavelta, aflamagn og væntingavísitala Gallup.

Langtímauppleitni mikilvægra undirþátta er enn sterk en nokkur óvissa er í ferðaþjónustu og kjaramálum. Þá eru áfram áhættuþættir í ytra umhverfi sem ógnað gætu hagvexti einkum tengdir stöðunni í alþjóðastjórnmálum.

Um hagvísinn:

Vísitölur leiðandi hagvísa hafa verið reiknaðar fyrir flest helstu iðnríki um áratugaskeið í þeim tilgangi að veita tímanlega vísbendingu um framleiðsluþróun.

Hugmyndin að baki vísitölunni er sú að framleiðsla hefur aðdraganda. Vísitalan er reiknuð á grundvelli þátta sem mælast í upphafi framleiðsluferilsins og/eða veita vísbendingar um eftirspurn eftir vörum og þjónustu. Til að unnt sé að auka framleiðslu þarf t.d. að afla aðfanga og stofna til fjárfestinga.

Leiðandi hagvísir Analytica er samansettur úr sex undirþáttum af mismunandi toga. Um er að ræða aflamagn, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutning og væntingavísitölu Gallup. Í desember lækka fimm af sex undirþáttum frá fyrra ári. Frá í nóv. lækka hins vegar allir sex undirþættir.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is