Mest lækkun í mánuð varð á Bandaríkjamarkaði í dag.

Ummæli frá Credit Suisse Group um að AIG muni afskrifa allt að 2,4 milljarða Bandaríkjadala til viðbótar af fasteignatengdum skuldabréfum olli aukinni svartsýni á markaði í dag.

Hrun bandaríska bankans Columbian Bank & Trust Co. hafði einnig neikvæð áhrif.

Nasdaq vísitalan lækkaði um 2,0% í dag. Dow Jones lækkaði um 2,1% og Standard & Poor´s lækkaði um 2,0%.

Olíuverð hækkaði lítillega í dag, um 0,6%, og kostar olíutunnan nú 115,2 Bandaríkjadali.