Eins og frá var greint í morgun var vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í apríl, 300,3 stig og hækkaði um 3,4% í fyrra mánuði.

Þannig hefur vísitala neysluverðs hefur hækkað um 11,8% síðustu 12 mánuði.

Á vef Hagstofu kemur fram að mánaðarbreyting vísitölu neysluverðs hefur ekki verið meiri frá júlí 1988 en þá hækkaði hún um 3,5% og fyrir vísitöluna án húsnæðis frá janúar 1985 en þá hækkaði hún um 4,8%.

Þá hefur verðbólga ekki verið hærri í 18 ár miðað við tólf mánaða breytingu vísitölunnar en hún hefur ekki mælst meiri síðan í september 1990, segir á vef Hagstofu.