Grikkland er spillasta ríki Evrópu. Á eftir fylgja Spánverjar, Portúgalir og Ítalir. Þetta kemur fram í samantekt stofnunarinnar Transparency International sem birt var í gær. Löndin fjögur eru í hópi skuldsettustu evruríkjanna. Á lista stofnunarinnar er minnsta spillingin í Danmörku, Finnlandi og á Nýja Sjálandi. Mest er spillingin í Sómalíu, Norður-Kóreu og Afganistan. Ísland er í 11. sæti á listanum með 82 stig.

Í einkunnagjöf stofnunarinnar fá spilltustu ríkin núll stig og þau ríki þar sem minnsta spillingin er 100 stig. Spánverjar lentu í 30. sæti með 65 stig. Portúgalir sitja í 33. sæti með 63 stig og Ítalir í 72. sæti með 42 stig. Grikkirnir sem alþjóðasamfélagið hefur þurft að forða nokkrum sinnum frá gjaldþroti síðustu misserin eru í 94. sæti með 36 stig. Grikkland er á svipuðum slóðum og Kólumbía og Afríkuríkið Svasíland.

Á lista Transparency International voru 176 ríki.

Edda Müller, forstöðumaður Transparency International í Þýskalandi, segir í samtali við bandaríska dagblaðið The New York Times telja skorta á siðferði í stjórnmálum í flestum löndum.

Hér má sjá kort Transparency International yfir spillingu í heiminum. Þar sem tölurnar eru hæstar er spillingin minnst. Eftir því sem tölurnar lækka eykst svo spillingin.