Þeir sem lögðu inn í peningamarkaðssjóði Landsbankans töpuðu meira en þeir sem lögðu inn í peningamarkaðssjóði Glitnis og Kaupþings.

Þetta kom fram í máli Péturs H. Blöndal alþingismanns á Alþingi fyrir hádegi í dag. Þá fóru fram umræður um peningamarkaðssjóði bankanna.

„Þeir sem hafa lagt fyrir síðustu þrjú árin í þessa peningamarkaðssjóði eru á sléttu nokkurn veginn miðað við krónutöluna en miðað við verðbólgu hafa þeir tapað. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum," sagði þingmaðurinn.

„Mér sýnist að þeir sem hafa lagt fyrir í þrjá mánuði í Glitnissjóðum muni tapa um 10% verðtryggt. Þeir sem hafa lagt fyrir hjá Landsbankanum munu tapa um 20% og hjá Kaupþingi er það 3% verðtryggt."