Veltan á skuldabréfamarkaði í þessari viku var sú mesta á árinu, eða tæpir 79 milljarðar króna, 15,8 milljarðar króna á dag að meðaltali. Frá áramótum hefur meðalveltan verið tæpir 10 milljarðar króna á dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni.

Veltan á skuldabréfamarkaði í dag nam 18,3 milljörðum króna og ávöxtunarkrafa allra ríkisbréfa og íbúðabréfa, nema stysta ríkisbréfsins, hækkaði í dag, að því er segir í Hagsjá Landsbankans.

Velta á hlutabréfamarkaði er áfram sáralítil og nam aðeins rúmum 12 milljónum króna í dag. Nær öll veltan var með bréf Össurar.