Velta með skuldabréf nam í dag 19,9 milljörðum króna sem er mesta dagsvelta það sem af er þessu ári.

Skuldabréfavísitalan GAMMA, GBI lækkaði um 0,6% og hefur nú lækkað um 0,6% á einni viku. Mestu munaði um 1,1% lækkun verðtryggðra skuldabréfa en velta með verðtryggð skuldabréf nam í dag rúmum 8,2 milljörðum króna.

Velta með óverðtryggð skuldabréf nam hins vegar 11,7 milljörðum króna og hækkaði GAMMAxi, sem er óverðtryggð skuldabréfavísitala, um 0,8% og hefur þá hækkað um 1% á einni viku. Þá er þetta mesta hækkun óverðtryggðu skuldabréfavísitölunnar frá 7. maí 2009 skv. upplýsingum frá GAMMA.