Skuldabréfavísitala GAMMA hækkaði um 0,2% í dag í 6,3 milljarða króna viðskiptum. Verðtryggð skuldabréfavísitala Gamma hækkaði  um 0,3% í 2,8 milljarða viðskiptum og vísitala óverðtryggðra skuldabréfa  lækkaði um 0,2% í 3,6 milljarða króna viðskiptum.

Mesta veltan var með verðtryggð íbúðabréf sem eru á gjalddaga 2014 (stystu bréfin) eða fyrir 1,1 milljarð króna. Á óverðtryggða endanum var hins vegar mesta veltan með lengstu bréfin (RB25) eða fyrir 1,3 milljarða krónan.  Mesta verðbreytingin var á RB19 (ríkisbréf á gjalddaga 2019) sem lækkaði um 0,32%. Íbúðabréf, HFF 24 og HFF 44, hækkuðu hins vegar um rúm 0,4%. Það er í samræmi við breytingar á verðtryggðri og óverðtryggðri skuldabréfavísitölu GAMMA.