Hækkun hlutabréfa í Bandaríkjunum í vikunni var sú mesta í fimm ár, að því er segir í frétt Bloomberg. Í vikunni gerðist það meðal annars að seðlabankinn lækkaði vexti sína í annað sinn á níu dögum, sem ýtti undir banka, byggingafyrirtæki og smásala.

Allir tíu geirar og 461 af 500 félögum í S&P 500 hlutabréfavísitölunni hækkuðu eftir að seðlabankinn lækkaði vexti um 50 punkta, sem varð til auka á vangaveltur um að komast mætti hjá samdrætti, segir Bloomberg.

S&P 500 hækkað um 4,9% í vikunni, sem minnkaði lækkun frá áramótum niður í 5%. Vísitalan hefur nú hækkað tvær vikur í röð eftir 9,8% lækkun frá áramótum til 18. janúar, sem er versta byrjun árs frá upphafi.

Dow Jones Industrial Average hækkaði um 4,4% í vikunni og Nasdaq Composite hækkaði um 3,8%.