Hlutabréf í Bandaríkjunum hækkuðu í verði í viðskiptum dagsins. S&P 500-vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið á einni viku frá því í apríl.

Smásölufyrirtæki, stórframleiðendur og samgöngufyrirtæki hækkuðu öll hressilega í verði, en vangaveltur þess efnis að hrávöruverð myndu draga úr kostnaði fyrirtækja studdu við hækkanir dagsins. Bloomberg segir frá þessu.

S&P 500-vísitalan hækkaði um 2,5%, Dow Jones hækkaði um 2,8% og Nasdaq hækkaði um 2,4%.

Mesta styrking dollarans gagnvart evrunni á einum degi í átta ár átti sér stað í dag, með þeim afleiðingum að olíuverð fór niður í þriggja mánaða lágmark.